Litlu jól

Föstudaginn 17. desember er jólahátíð Gerðaskóla. Nemendur mæta í heimastofu kl. 8:30 og eiga notalega stund saman. Við hvetjum alla til að koma snyrtilega klædd og að sjálfsögðu í jólaskapi. Nemendur fara heim um kl. 10:00 og eru þá komnir í jólafrí. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag.

Skólinn hefst á nýju ári þann 4. janúar samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk Gerðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir og samstarfið á árinu sem er að líða.