Íþróttadagar

11. og 12. apríl voru íþróttadagar hjá okkur í Gerðaskóla. Þetta er búið að vera mikið fjör og mátti sjá rjóða og brosandi krakka í hverju horni. Hér eru myndir frá dögunum. 

Ein af hefðum íþróttadaga er sú að 10. bekkur keppir á móti starfsfólki í körfu- og fótbolta. Í þessu myndaalbúmi á sjá að þessu er tekið af mikilli alvöru í báðum liðum og keppnisskapið var mikið. Að þessu sinni vann starfsfólk báðar viðureignir.