Íslensku Menntaverðlaunin

Það er ótrúlega gaman að segja frá því að Gerðaskóli var tilnefndur til Íslensku Menntaverðlaunanna í dag fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Verkefnið er Snillitímar í Gerðaskóla. Það voru um 50 verkefni sem komu til greina en við eigum eitt af fimm verkefnum sem voru tilnefnd. Freydís Kneif kennari átti hugmyndina að verkefninu en fjölmargir kennarar skólans hafa komið að því. Við erum auðvitað mjög stolt af verkefninu og það er mikill heiður að fá þessa tilnefningu.