Hvað viltu að barnið þitt taki með sér út í lífið eftir grunnskólann?

Miðvikudaginn 31. janúar kl 18:00 mun Vanda Sigurðardóttir halda fyrirlestur í Gerðaskóla á sal skólans um vináttu og jákvæð samskipti barna. Fyrirlesturinn er um klukkustund að lengd og mikilvægt að nemendur eigi fulltrúa á fyrirlestrinum.