Hlutavelta á vorhátíð

6. bekkur sá um hlutaveltuna á vorhátíð skólans sem var 10. maí síðastliðinn. Nemendur gengu í öll hús í Garðinum og söfnuðu hlutum og voru miðar seldir á vorhátíðinni. Nemendur höfðu ákveðið að vilja styrkja UNICEF á Íslandi um ágóðann af hlutaveltunni. Upphæðin sem safnaðist var 45.501 kr. Vel gert 6. bekkur!