Hjóla - og hjálmaskoðun

Nemendur í 2. - 4. bekk fengu heimsókn í morgun frá lögreglunni á Suðurnesjum og Slysavarnardeildinni Unu í Garði. Dagurinn heppnaðist mjög vel, Slysavarnardeildin setti upp hjólaþraut fyrir nemendur og fór einnig yfir hjálmastillingar og lögreglan skoðaði hjólabúnaðinn.  Við látum nokkrar myndir fylgja með.