Hjálma- og hjólaskoðun.

Í vikunni fengu börnin í 2.- 4.bekk heimsókn hingað í skólann þar sem lögreglan fór yfir hjólabúnað nemenda og Slysavarnadeildin Una fór yfir hjálmastillingar hjá nemendum og voru einnig með hjólaþraut. Eins og sjá má á myndunum þá heppnaðist dagurinn mjög vel.