Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

Í dag voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir og munu þær hafa áhrif á skólastarfið.
Aðgerðarstjórn Suðurnesjabæjar var á fundi áðan og þar var ákveðið að hafa starfsdag í grunnskólunum á mánudaginn svo skólastjórnendur og starfsfólk gæti endurskipulagt starfsemina.
Við munum senda frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.