Hertar sóttvarnaraðgerðir

Kæru foreldrar/forráðamenn
Forysta ríkisstjórnarinnar kynnti kl. 15 í dag nýjar reglur m.a. vegna skólahalds. Grunnskólum verður lokað frá miðnætti og fram yfir páska. Skólaselið er líka lokað.
Við sendum ykkur tölvupóst með upplýsingum um skólastarf eftir páskafrí þegar við vitum framhaldið. Við reynum að sjálfsögðu að koma til móts við nemendur í 7. - 10. bekk varðandi árshátíðina um leið og við getum.