Hattadagur + bleikt og fjólublátt þema.

Fimmtudaginn 25.ágúst þá var bleikt og fjólublátt þema og hattadagur hér í Gerðaskóla. Nemendur voru búnir að vera alla vikuna að föndra alls konar skraut til að setja upp í sínum stofum í þemalitum bæjarhátíðar Suðurnesjabæjar. Svo voru einnig einhverjir sem voru svo djarfir að koma með hatta. Það er alltaf svo gaman að sjá hvað nemendur eru duglegir að taka þátt þegar það eru uppbrot í skólanum.