Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er þann 16.nóvember, var haldin hátíðleg stund á sal Gerðaskóla föstudaginn 14.nóvember.
Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg þar sem nemendur stigu á stokk og hápunktur stundarinnar var þegar allur hópurinn sameinaðist í söng.
Lagið „Á íslensku má alltaf finna svar“ ómaði um salinn og skapaði hátíðlega stemningu.
Það ber að hrósa nemendum sérstaklega fyrir góða framkomu og þá virðingu sem þeir sýndu hver öðrum. Áheyrendur hlustuðu af athygli á það sem fór fram á sviðinu og veittu góðan stuðning.
Hægt er að skoða fleiri myndir hér.