Hafþór Ernir Ólason í verðlaunasæti

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram fimmtudaginn 14. mars á sal Gerðaskóla. Tólf upplesarar úr 4 skólum stóðu sig með mikilli prýði. Haraldur Daði Jónsson, Hafþór Ernir Ólason og Sólveig Hanna Davíðsdóttir kepptu fyrir hönd Gerðaskóla. Öll stóðu þau sig vel og hafnaði Hafþór Ernir í þriðja sæti. Júlía Björk Jóhannesdóttir frá grunnskóla Grindavíkur sigraði keppnina í ár. Innilega til hamingju með góðan árangur krakkar.

Hér má sjá myndir frá lokahátíðinni.