Hádegi á föstudögum

Nemendaráð og starfsfólk skólans hafa unnið að því að vera með uppbrot í seinna hádegishléi fyrir unglingastigið. Nemendur taka þá þátt í ýmsum keppnum. Núna síðast  og á morgun eru nemendur að keppa í skotbolta. Nemendur sýna að vitaskuld mikið keppnisskap og þurfti ljósmyndari að hafa sig alla við til að verða ekki fyrir kröftugum skotum.