Gunnar Helgason í heimsókn

Gunnar Helgason, rithöfundur, kíkti í heimsókn til okkar í morgun. Nemendur á öllum aldurstigum fylgdust spennt með þegar hann las upp úr nýju bókinni sinni, Siggi sítróna. 

Gunnar ákvað að spyrja áhorfendur hversu margir hefðu lesið bækurnar sínar og var þá vitaskuld að spyrja starfsfólkið líka. Þegar í ljós kom að nokkrir starfsmannanna hefðu ekki lesið bók bað hann þá um að standa upp og fékk alla til að taka floss dansinn með sér. Þetta uppskar mikil hlátrasköll frá nemendum.

Í lokin bauð Gunnar upp á eiginhandaáritanir og spurningar.

Hér eru myndir.