Gunnar Helgason í heimsókn

Gunnar Helgason kíkti í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni fyrir allan skólann. Nemendur mættu að hlýða á hann í Miðgarði og skemmtu allir sér konunglega. Gunnar reitti af sér brandarana og gekk á milli til að svara spurningum frá nemendum. Ef til vill var fyndnasta þegar Gunnar spurði yfir hópinn hvort nemdendur hefðu lesið bókina Mamma klikk. Í flestum bekkjum lyftu nemendur upp hönd nema í 9.bekk. Gunnar ákvað að nýta tækifærið og reyna að selja þeim hugmyndina að það myndi gera þeim gott að taka upp bókina og lesa smá; öllum hinum áhorfendum til mikillar skemmtunar.

 

Hér eru myndir frá deginum.