Göngudagur

Göngudagur Gerðaskóla var síðastliðinn föstudag, þann 24. ágúst í frábæru veðri, það var sól og blíða allt um kring. Nemendur í 1. – 3. bekk fóru í berjamó, nemendur í 4. – 6. bekk fóru út á Garðskaga og nemendur í 7. – 10. bekk gengu á Þorbjörn. Þegar nemendur komu til baka voru pizzur og safi í boði Suðurnesjabæjar ásamt skemmtiatriði á sal en það var Prettyboi tjokko sem hélt uppi stuðinu í matsalnum.

 

Hægt er að skoða myndir hér.