Göngudagur

Hinn árlegi göngudagur Gerðaskóla var þann 26.ágúst í alveg frábæru veðri, það var að vísu kalt en það var mjög bjart og fallegt yfir um að litast. Nemendur fóru mismunandi gönguleiðir en 1. - 3. bekkur fór Klapparásinn, týndu krækiber og fóru á leikvöll. Nemendur í 4. - 6. bekk fóru kirkjuhringinn. Og svo fór 7. - 10. bekkur Skagagarðinn. Þegar nemendur komu aftur upp í skóla, þá var pizza í boði Suðurnesjabæjar. Ekki var að heyra annað en að nemendur hafi verið sáttir með daginn.