Göngudagur

Á morgun, föstudag, er göngudagur. Nemendur mæta í sínar heimastofur strax um morguninn. Nemendum er skipt upp í hópa eftir bekkjum og verða þrír áfangastaðir í ár.

1.-3.bekkir fara í berjamó. 

4.-6.bekkir ganga bakkann út að Garðskaga.

7.-10.bekkir ganga Skagagarðinn.

Nemendur mæta klædd eftir veðri. Einnig eiga allir að taka með sér nesti þar sem við munum borða nesti í ferðinni.

Áætlað er að vera komin aftur um hálf 12 og þá geta nemendur í áskrift fengið sér hádegisverð.