Góður árangur Gerðaskóla á samræmdum könnunarprófum

Það er ánægulegt að segja frá því að nemendur í 4. og 7. bekk voru að standa sig mjög vel á samræmdum könnunarprófum. Fjórði bekkurinn var hæstur á Suðurnesjum í bæði íslensku og stærðfræði. Sjöundi bekkurinn var hæstur í stærðfræði og annar hæsti í íslensku á eftir Holtaskóla. Nemendur voru ákaflega duglegir að undirbúa sig fyrir prófin jafnt í skóla sem heima. Því er við hæfi að hrósa nemendum, foreldrum og kennurum fyrir góðan undirbúning. Góð samvinna skilar árangri.