Fyrir stuttu barst skólanum ánægjuleg gjöf.
Okkur vantaði Íslandskort í stofu á miðstigi en slíkt kort er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa í hverri stofu.
Eigendur fyrirtækisins Norðurkot fréttu af því og ákváðu að gefa skólanum kort.
Fulltrúar fyrirtækisins, nemendur í skólanum og barnabörn gefenda, afhentu skólastjóra formlega gjöfina í kennslutíma.
Það er ómetanlegt fyrir okkur sem hér störfum að finna fyrir slíkri velvild í garð skólans.