Gluggaskreytingar

Nú er heldur betur orðið jólalegt hjá okkur í Gerðaskóla en nemendur og kennarar hafa lagt mikinn metnað í að skreyta glugga í stofum og á göngum. Við tókum okkur góðan tíma í skreytingar og við ákváðum að leggja áherslu á glugga þetta árið í stað jólahurðar eins og hefð hefur skapast í kringum. Við erum auðvitað mjög ánægð með útkomuna og hvetjum foreldra og börn til að staldra við hjá skólanum og skoða.