Gleðilegt sumar

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars þá minnum við á opnun bókasafnsins hér í skólanum í allt sumar á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 14:30 - 17:30.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með mánudeginum 15. júní en opnar svo aftur mánudaginn 10. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst.