Gerðaskóli fær bókagjöf

Marta Eiríksdóttir, höfundur bókarinnar Mei mí beibisitt? og Víkurfréttir, útgefandi, færðu Gerðaskóla 36 eintök af bók Mörtu að gjöf á dögunum. Bókin er söguleg skáldsaga úr Keflavík, sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún ólst upp. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin. Ameríski herinn kemur töluvert við sögu í bæjarlífinu á þessum tíma. Bókin er sögð frá sjónarhóli barns og tengist miklum samfélagslegum breytingum á Suðurnesjum. Hún er því tilvalin til náms og kennslu en Marta hefur einnig útbúið verkefnahefti sem hún færði skólanum að gjöf.

Gerðskóli þakkar Mörtu og Víkurfréttum hjartanlega fyrir þessa góðu og gagnlegu gjöf.