Geðlestin og Karlmennskan

Það voru tveir fyrirlestrar hérna í Gerðaskóla í síðustu viku fyrir 8.-10.bekk.

Geðlestin

Teymi frá Geðlestinni kom með áhugaverða fræðslu um mikilvægi geðheilsu. Farið var yfir hversu mikilvægt það er að sinna geðheilsu okkar og þeirra sem okkur þykir vænt um. Nemendur voru minntir á að þeir eigi að vera sjálfum sér bestir og að engin muni þekkja þá eins vel og þeir gera sjálfir. Emmsjé Gauti lauk svo fræðslunni með bráðskemmtilegum tónleikum á sviði og fékk meira að segja nemanda með sér upp á svið sem skapaði afar skemmtilega stemmingu!

 

Karlmennskan

Foreldrafélagið bauð nemendum unglingastigs upp á fræðslu frá Karlmennskunni. Það var áhugaverð fræðsla um feminisma, jafnrétti, fastmótaðar karlmennsku og kvenmennsku hugmyndir samfélagsins sem og fordóma. Skemmtilegar samræður mynduðust og við þökkum foreldrafélaginu fyrir þessa mikilvægu umræðu og fræðslu.

Hægt er að skoða myndir frá fyrirlestrunum með því að velja Geðlestin eða Karlmennskan