Viltu vekja athygli á frábæru leik-, grunn-, tónlistarskóla eða frístundastarfi í Suðurnesjabæ?
Við óskum eftir tilnefningum um fyrirmyndarverkefni. Allir íbúar sveitarfélagsins geta tilnefnt verkefni, einstakling eða viðburð sem hefur vakið athygli og getur talist til fyrirmyndar.
Veittar verða viðurkenningar fyrir þrjú fyrirmyndarverkefni á hverju ári í tengslum við afmæli Suðurnesjabæjar þann 10. júní.
Markmið með viðurkenningu er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í sveitarfélaginu og veita starfsfólki hvatningu til frekari nýbreytni og þróunar í starfi með börnum og ungmennum.
Smellið hér til að senda inn tilnefningu.