Fulltrúar Gerðaskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Nú er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í fullum gangi hjá nemendum í 7. bekk. Líkt og áður æfa nemendur upplestur á texta og ljóði og taka þátt í upplestrarhátíð bekkjarins. Hátíðin fór fram í gær og stóðu nemendur sig allir með stakri prýði. Það var áberandi hversu örugg þau voru í pontu og allir gerðu sitt besta í þessu verkefni. Við lok hátíðarinnar voru fulltrúar Gerðaskóla í Stóru upplestrarkeppninni valdir, en keppnin fer fram í Sandgerðisskóla þann 18. mars nk.

Fulltrúar Gerðaskóla í Stóru upplestrarkeppnninni árið 2021 eru þau Baldur Logi Brynjarsson, Sara Lind Edvinsdóttir og Þóra Ósk Sævarsdóttir, varamaður er Hafdís Elva Halldórsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.