Friðarhlaupið 2022

Nemendur í 5. og 7.bekk fengu heimsókn frá fulltrúum Friðarhlaupsins. Byrjað var á því að hittast inn í sal, þar var sungið og sýndu nokkrir fulltrúar listir sínar. Svo var haldið út á skólalóð þar sem nemendur tóku þátt í Friðarhlaupi, þetta var mjög skemmtilegt uppbrot á skóladeginum og allir skemmtu sér mjög vel. Nemendur fengu einnig að halda á Friðarkyndlinum og urðu þannig fullgildir meðlimir í Friðarhlaupsliðinu. Boðskapur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.

Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun

Smellið hér til að skoða vefsíðu Friðarhlaupsins.