Fréttir af starfsmanni

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum í Suðurnesjabæ að Magnús Orri Arnarson hafi verið verðlaunaður nú á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir og fékk tvenn verðlaun sama dag; Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka og Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra.

Magnús er gamall nemandi úr Gerðaskóla og starfar nú við skólann. Hann stoppar nú ekki við þar heldur er hann einnig að vinna m.a. við þættina Með okkar augum ásamt því að gefa út heimildarmynd sína Sigur fyrir sjálfsmyndina. Myndin verður sýnd á RÚV kl 20:35 þann 29. desember næstkomandi.

Annars geta aðstandendur nemenda séð verk eftir Magnús á Facebook og Instagram síðu skólans þar sem hann sér um að taka myndir af stærri viðburðum í skólastarfinu.

Við óskum Magnúsi innilega til hamingju.