Frábært enskuverkefni í 5. bekk - pennavinir í Frakklandi

Nemendur í 5. ÞT eru búnir að vera í skemmtilegu verkefni í vetur. Karolina enskukennari kom þeim í samband við skóla í Frakklandi. Börnin í 5. bekk hafa skrifast á við jafnaldra sína í þar í allan vetur. Þegar það koma bréf vekur það alltaf upp jafn mikla spennu og kàtínu :) Svo skrifa okkar börn tilbaka. Það er mikið búið að spyrja út í eldgosið, Blàa lónið og hvernig skólahald er á Íslandi í covid.

Frábært og lærdómsríkt verkefni :)

Hægt að skoða fleiri myndir hér