Frábærir bókaormar í Gerðaskóla.

Bókaklúbbarnir á bókasafni skólans fara aldeilis vel af stað. Í Binnu B. Bjarna og Heyrðu Jónsa klúbbnum eru nú næstum 40 nemendur og hafa þeir lesið yfir 180 bækur síðustu tvær vikurnar. Í Ljósaseríuklúbbnum og Ráðgátuklúbbnum eru um 20 nemendur og hafa þeir lesið yfir 60 bækur. Nokkrir nemendur hafa nú lokið lestri í sínum fyrsta bókaklúbb og fengið viðurkenningu og smá verðlaun. Í Binnu og Jónsa klúbb þarf að lesa 20 bækur til að fá viðurkenningu, í Ljósaseríuklúbbnum lesa nemendur 7 bækur og í Ráðgátuklúbbnum lesa nemendur 5 bækur og leysa 5 ratleiki á bókasafninu.