Forritarar framtíðarinnar – styrkur

Gerðaskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 24 skóla um sem nemur tæpar 5 milljónir króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 1,3 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 3,5 milljónum króna til kaupa á smátækjum í forritunar- og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði sem hollvinir FF gefa sjóðnum árlega.
Gerðaskóli fékk úthlutað styrk upp á 250 þús til tækjakaupa og námskeiða og 10 borðtölvur sem RB, hollvinur Forritara framtíðarinnar, gefur og munu vera í upplýsingatækniveri skólans. Þetta eru því gleðitíðindi sem munu nýtast skólanum í uppbyggingu á sviði forritunar- og tæknikennslu.