Foreldrafundur 5. - 10. bekk

Þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17:30 verðum við með foreldrafund fyrir 5. - 10. bekk. Við byrjum á sal þar sem verða fyrirlestrar um netnotkun barna og unglinga og nýja námsmatið. Eftir fyrirlestrana verður farið í heimastofur bekkjanna. Þar ætlar umsjónarkennari ásamt sérgreinakennara að ræða málefni bekkjarins. Mikilvægt er að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum.
Við hlökkum til að sjá ykkur.