Fjármálalæsi í 2.bekk

2.bekkur var með þemaverkefni eftir að hafa unnið í kafla í sprota bókinni um peninga.

Til að ná meiri dýpt í námsefnið og tengja það við daglegt líf ákváðum við að hella okkur í fjármálalæsi. Við fórum í búðarleik í stofunni þar sem vörur voru til sölu og það þurfti að greiða fyrir þær með peningum.

Síðan ákvaðum við að kanna verð á nokkrum hlutum. Börnin giskuðu á hvað þau hèldu að vörur eins og lèttmjólk og heimilisbrauð og fleira kostaði. Skrifuðu ágiskunina niður á blað síðan var haldið î Kjörbúðina í vettvangsferð og ath hvað þessar vörur kostuðu.

Þegar tilbaka var komið þurftu börnin að klippa út peninga sem sýndu rétta upphæð á vörunni. Verkefnið endaði svo á að allir föndruðu sinn eigin sparibauk

Börnin höfðu mikið gaman af þessu :)

 

Hægt er að skoða fleiri myndir ef smellt er á hlekkin hér