Ferskir vindar í Gerðaskóla

Fimmtudaginn 7. janúar komu listamennirnir Lisa Marie Kaftori og Tokio Maruyama, þau eru þátttakendur í Listahátíðinni Ferskum vindum.

Tokio hefur verið að safna efnisbútum frá heimilum í Garðinum sem síðan voru hnýttir saman í lengju. Verkefnið táknar tengingu Sveitarfélagsins Garðs við önnur lönd í heiminum. Lisa kom færandi hendi og gaf öllum nemendum leitarspjald sem nýta má til að uppgötva ný sjónarhorn og lítið blátt LED ljós sem allir íbúar Garðs eru beðnir um að setja út í glugga á laugardagskvöldið 9. janúar.

Hvern nemandi í skólanum hnýtti einn hnút og fór heim með ljós að loknum skóladegi.