Ferskir vindar

Nemendur sem eru í myndmenntavali í Gerðaskóla fengu heimsókn frá nokkrum einstaklingum á vegum Ferskra vinda en það voru þau Lua Rivera frá Mexíkó, Lee Kuei Chih frá Taiwan og Daisaku Ueno frá Japan sem unnu með þeim verkefni sem tengdist þema hátíðarinnar. Þemað er ljós og unnið var með myndir með olíupastel litum af vitum á Suðurnesjum. Nemendurnir gerðu nokkrar myndir hver og svo var valin ein mynd frá hverjum nemanda til þess að fara á sýningu á byggðarsafninu í Garðinum.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.

Myndirnar verða hengdar upp á föstudaginn (13.jan) og verða til sýnis um helgina. http://fresh-winds.com