Úti eldstæði – afmælisgjöf frá Kiwanisklúbbnum Hofi Garði.

Gerðaskóli fékk peningaupphæð frá Kiwanisklúbbnum Hofi Garði í tilefni af 150 ára afmæli skólans.

Ákveðið var að kaupa eldstæði til að nota í útikennslu í heimilisfræði.

Eldstæðið er komið í hús.  Það býður upp á fjölmarga möguleika til matseldar undir berum himni.

Gerðaskóli þakkar kærlega fyrir gjöfina.