Erasmus+

Þrír kennarar frá Póllandi heimsóttu skólann okkar á vegum Erasmus+ í siðustu viku. Þeir voru að fylgjast með kennslustundum og fræðast um aðferðir okkar og hugmyndir í kennslu. Við skiptumst á hugmyndum og bárum saman kennslu í Póllandi og á Íslandi svo við gætum lært eins mikið og mögulegt er hvert af öðru. Við erum mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni og hlökkum til að heimsækja þá aftur - að þessu sinni með nemendum frá Póllandi!