Einn einn tveir dagurinn

Í dag kom Jóhann Kristbergsson frá Brunavörnum Suðurnesja og afhenti verðlaun í eldvarnargetrauninni sem nemendur tóku þátt í í nóvember s.l. Það var hún Kristbjörg Freyja í 3.LF sem var svo heppin að vera dregin út en dregið var úr öllum réttum úrlausnum.