Dagur stærðfræðinnar

Í tilefni af Degi stærðfræðinnar sem var þann 14.mars síðastliðinn, var sett fram getraun þar sem nemendur og starfsfólk máttu giska á fjölda eldspýtna í boxi en fjöldinn var 1068 stk. Sá nemandi sem komst næst réttri tölu var Bartosz í 5. bekk, hann giskaði að það væru 1080 eldspýtur í boxinu og fékk hann spil að launum ( Sleeping queens ). En einnig má geta þess að Gígja Rós, starfsmaður Gerðaskóla tók þátt og hún giskaði á að það væru 867 eldspýtur í boxinu.