Dagur stærðfræðinnar 14.mars 2022

Þemað okkar í ár var tungumál og stærðfræði. Nemendur á yngsta stigi unnu með bækur sem tengja stærðfræði við daglegt líf og Menntamálastofnun gefur út. Bækurnar eru, Safnið mitt, Ljósin í blokkinni, Töluboxið hennar ömmu, Rúna jafnar leikinn, Stuð á stærðfræðisýningu og Margföld vandræði. Eldri nemendur fengu að glíma við annars konar efni eins og að reikna út hvað kostar að ferðast um landið, kortleggja ættartré sitt, hanna völundarhús, reikna út hvað kostar að taka bílpróf, kaupa og reka bíl og vinna með verðgildi mismunandi gjaldmiðla. Það voru nokkrir nemendur sem gleymdu sér í bílapælingum, greinilega mikill áhugi á því hvað kostar að reka bíl í dag. Bæði nemendur og starfsfólk tók þátt í getraun eins og tíðkast hefur árlega og í ár var hún sniðin að krónunni, hvað eru margar krónur í krukkunni? Krónurnar voru 809. Gaman var að sjá hvað margir nemendur tóku þátt í getrauninni og það var mikið spurt ritarann hvað væru nú margar krónur í krukkunni en það var ekkert gefið upp mörgum til ama.

Sigurvegarar í ár eru Alexander Liljar 5. ÞT hann giskaði á 782 kr. Unnur Marín 10. EG giskaði á 784 kr. og Guðrún Filippía kennari giskaði á 791 kr.

 

Hægt er að skoða myndir frá nokkrum verkefnum sem voru unnin og einnig af verðlaunahöfum hér.