Dagur stærðfræðinnar 14. mars 2024

Nemendur skólans tóku virkan þátt í deginum og þema dagsins var, stærðfræði og leikur. Skipulag dagsins var brotið upp og unnu tveir bekkir saman, 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur, 5. og 10. bekkur spiluðu saman.

Fjölbreytt spil og leikir voru í boði m.a. Yatzy, Sudoku, Rummikubb, Slönguspil, Bingó, Mylla, Tafl, Dominó, Segulkubbar o.fl. stærðfræði kubbar/form.

 

Hefð er fyrir því að hafa stærðfræðigetraun þar sem bæði nemendur og starfsmenn taka þátt og nú í ár reyndi á að giska hve margir Legó kubbar og fylgihlutir af ýmsum stærðum voru í gegnsæjum kassanum. Hlutirnir í kassanum voru alls 472.

Þau sem komu næst því eru:

Hjörtur Páll Davíðsson 7. ÞT hann giskaði á 473

Valgerður Amelía Reynaldsdóttir 10. BV giskaði einnig á 473

Ingi Kristian Sólmundarson 2. KI giskaði á 500

Írena Margrét Óladóttir 4. BÞ giskaði á 400.

Nemendur fengu að launum gjafarbréf í ísbúð Huppu.

Þórunn Katla Tómasdóttir umsjónarkennari 7. bekk varð hlutskörpust úr hópi starfsmanna og giskaði hún á 427 og fær bestu þakkir fyrir þátttökuna.