Dagur stærðfræðinnar 14. mars 2023.

Nemendur Gerðaskóla tóku þátt í degi stærðfræðinnar eins og undanfarin ár. Þema dagsins var form, lögun og hlutföll á yngra og miðstigi en unglingar glímdu við stærðfræði og rökhugsun. Stærðfræðigetraunin var á sínum stað og tóku 116 nemendur og starfsfólk þátt með því að giska á fjölda Cheerios hringja í krukkunni. Hringirnir voru alls 2442 stk. Þau sem komust næst fjölda hringjanna voru: Jeremy Þór Baquiran nemandi í 10.JÁ sem giskaði á 2772 stk. Elianna Rós Viray nemandi í 5.HS sem giskaði 2035 stk. Guðrún F. Stefánsdóttir kennari sem giskaði á 1349 Cheerios hringi. Bestu þakkir fyrir þátttökuna frá nefndinni . Bryndís Knútsdóttir, Karen Ingimundardóttir, Jónína Holm og Sigurlaug A. Sævarsdóttir