Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Í ár ákváðum við að hafa smá uppbrot í skólastarfinu.

Nemendur 1.-5.bekkjar spiluðu Yatzi og var þeim dreift um skólann í blönduðum aldurshópum. Nemendur í 6.bekk fengu kennslu í félags vist. Nemendur 7.-10.bekkjar héldu félagsvistar mót og var mikill keppnisandi í nemendum.

Einnig var þraut  í gangi fyrir allan skólann. Nemendur áttu að giska á fjölda pastaskrúfna í lokuðu gleríláti. 

Vinningshafar í öllum keppnum fá ef til vill viðurkenningu á næstu dögum.

 

Við tókum myndir í dag og má þær finna í þessum hlekk.