Dagur íslenskrar tungu í Gerðaskóla

Þann 16. nóvember síðastliðinn var degi íslenskrar tungu fagnað í Gerðaskóla. Nemendur og starfsfólk komu saman á sal skólans þar sem flutt voru tónlistaratriði, upplestur og kynning á Jónasi Hallgrímssyni en nemendur 10. BV sögðu frá skáldinu. Á degi íslenskrar tungu hefst Stóra upplestrarkeppnin formlega en nemendur í 8. bekk afhentu nemendum 7. bekkjar kefli sem tileinkað er keppninni. Nemendur 7. bekkjar hefja nú undirbúning og æfingar fyrir keppnina.

 

Á hátíðinni var einnig tilkynnt að nemandi frá Gerðaskóla hefði hlotið þá viðurkenningu að fá textann sinn birtan á mjólkurfernum MS en nemendur í 8. – 10. bekk tóku þátt í Fernuflugi, textasamkeppni Mjólkursamsölunnar nú á haustmánuðum. Það var Brynjar Ægir Freysson, nemandi í 10. bekk sem hlaut viðurkenninguna. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

Hægt er að skoða myndir hér.