Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert í grunnskólum landsins. Dagurinn er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og við í Gerðaskóla komum saman á sal í tilefni dagsins. Ýmis atriði voru á dagskránni m.a. fræðsla um skáldið Jónas, söngur frá kór skólans og upplestur frá nemanda sem tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir ári. Þennan dag hefst formlega undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina en þar keppa 7.bekkingar í upplestri.