Dagur gegn einelti

Fimmtudaginn 8. nóvember sl. var tileinkaður einelti og er hefð í skólum að tengja hluta dagskrár þessa dags því málefni. Kennarar fóru með nemendum yfir fræðsluefni um einelti, sungu söngva um einelti, ræddu ýmsar myndir þess og hugmyndir um lausnir, hrósuðu eða sögðu eitthvað fallegt um hvort annað. Efni sem skoðað var, var m.a. leikritið Ávaxtakarfan,  Saga Dóra sem er leikinn heimildarmynd um einelti og finnst á alnetinu, teiknuðu sjálfsmynd og límdu miða með hlýjum orðum frá samnemendum á sjálfsmynd sína, fengu fræðslu frá skólahjúkrunarfræðing, fræddust um neteinelti, „lögðu eitt stk. A-4 blað í einelti“, þ.e. krumpuðu það saman og reyndu svo að slétta það aftur en blaðið verður aldrei samt aftur og ýmislegt fleira.

 

Það að vinna á einelti er samfélagsverkefni þar sem heimili, skólar og aðrir þeir sem koma að starfi barna þurfa að koma að. Því er mikilvægt að þeir sem verða vitni að einelti segi frá, og málin verði rædd af skynsemi og leyst í sameiningu. Ekkert samfélag skildi sætta sig við slíkt ástandi.

 

Á meðan til er böl sem bætt þú gast

og barist var á meðan þú sast

er allt ólán heimsins einnig þér að kenna.

                                            Tómas Guðmundsson.