Búið til súrefni

4-LF var í dag að gera tilraun með ljóstillífun þar sem markmiðið var að búa til súrefni. Sett var vatn í stóra glerkrukku og matarsóda út í vatnið. Vatnaplanta var sett ofan í glas á hvolf ofan í stóru glerkrukkuna. Eftir 4 tíma kíktu krakkarnir á niðurstöðurnar og þá mátti glögglega sjá súrefnisbólur sem plantan hafði myndað á glerið. Kíkið endilega á myndirnar.