Breytt tímaskipulag í skólanum

Í áramótakveðju sem við stjórnendur sendum nýlega sagði m.a. „Eitt af því sem gert verður, væntanlega í upphafi næstu annar (um miðjan janúar) er að tímaplani skóladagsins verður breytt. Nemendur mæta og ljúka skólanum á sama tíma og nú er þannig það þetta á ekki að hafa áhrif á heimilin en dagskráin á meðan þau eru í skólanum breytist. Fyrstu frímínúturnar lengjast, matartíminn verður í tvennu lagi, en engin breyting verður á kennslunni. Þetta er gert til að reyna að draga úr árekstrum í tengslum við frímínútur og matartíma sem hafa verið of miklir.“

Nú er komið að þessari breytingu. Næsta mánudag, 25. janúar hefst ný önn og um leið tekur fyrrgreind breyting gildi. Eftir tvær kennslustundir hefjast frímínútur, en þær verða 25 mínútna langar í stað 15 mínútna eins og þær hafa verið. Eftir það hefjast tvær kennslustundir hjá öllum bekkjum. Að þeim loknum fá 6.-10. bekkur 5 mínúna hlé en fara svo aftur í tíma sem lýkur kl. 12:05 og fara þá í mat. Nemendur í 1.-5. bekk fara í mat strax kl. 11:20 og fá langan matartíma og geta farið út þegar þeir eru búnir að borða. Þegar hringt er kl. 12:05 fara yngri nemendur í kennslustund en þeir eldri geta haft matsalinn fyrir sig í 40 mínútur.

Það er von okkar að með þessum breytingum geti skapast meiri ró í frímínútum og matartímum.“