Bókasafnsdagurinn 8.september 2022

Á bókasafnsdeginum í síðustu viku var nemendum og starfsfólki skólans boðið að taka þátt í getraun á safninu. Getraunin fólst í því að para saman texta úr bókum við kápur á bókum. Fjórir verðlaunahafar fengu viðurkenningu og bókagjöf.

Á yngsta stigi var það Markús Hreinn Óskarsson sem fékk verðlaun, á miðstigi Emilía Hrönn Björnsdóttir, á unglingastigi Fannar Logi Sigurðsson og úr hópi starfsmanna var það Erla Dögg Gunnarsdóttir. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju.