Bókaormar fá viðurkenningar.

Síðustu þrjá mánuði hafa um 40 viðurkenningar verið veittar á bókasafninu! Nemendur fá viðurkenningu og smá verðlaun þegar þau ljúka við lestur á bókum í klúbb sem þau hafa skráð sig í. Núna í janúar bættust við nýir klúbbar og geta nemendur því skráð sig í 11 mismunandi bókaklúbba. Hver klúbbur er sérsniðinn eftir stærð og þyngd bóka. Því er mismunandi hversu margar bækur nemendur þurfa að lesa til að fá viðurkenningu. Klúbburinn með fæstar lesnar bækur er með 5 bækur en sá fjölmennasti með 23 bækur. Foreldrar mega að sjálfsögðu lesa fyrir þá nemendur sem eru enn að ná tökum á lestrinum.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.